37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:20

Birgir Ármannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Helga Grímsson frá Reykjavíkurborg sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Valgerði Rún Benediktsdóttur, Svandísi Ingimundardóttur og Þórð Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 161. mál - mannanöfn Kl. 09:40
Nefndin ræddi við Hrafn Sveinbjarnarson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 465. mál - Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum Kl. 09:57
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 122. mál - menntagátt Kl. 09:58
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 132. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

7) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:02
Tillaga um að nefndin flytji frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá.

8) Önnur mál Kl. 10:12
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15