39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Hermann Nökkva Gunnarsson, Júlíus Viggó Ólafsson, Guðna Ívar Guðmundsson og Berg Daða Ágústsson frá Heimi - félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Tryggva Hjaltason sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Gylfa Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Helgu Þórisdóttur og Steinunni Birnu Magnúsdóttur frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi líka við Svövu Jónsdóttur og Þórunni Sveinsdóttur frá Vinnueftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Magnús Þorkelsson, skólameistara við Flensborg, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Enn fremur ræddi nefndin við Steinunni Bergmann og Sigrúnu Harðardóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Sömuleiðis ræddi nefndin við Arnór Guðmundsson og Kolfinnu Jóhannesdóttur frá Menntamálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar að auki ræddi nefndin við Ölmu Björk Ástþórsdóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Hermund Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 389. mál - breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð Kl. 12:00
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 12:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:02