41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 12. febrúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 13:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:25
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

2) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 13:00
Nefndin ræddi við Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Næst ræddi nefndin við Magnús Magnússon frá Skessuhorni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 13:30
Nefndin ræddi jafnframt við Heiðar Guðjónsson, Þórhall Gunnarsson, og Pál Ásgrímsson frá Sýn hf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Þórð Snæ Júlíusson og Eyrúnu Magnúsdóttur frá Kjarnanum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Orra Hauksson, Eirík Hauksson og Magnús Ragnarsson frá Símanum hf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Sömuleiðis ræddi nefndin við Pál Gunnar Pálsson og Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Enn fremur ræddi nefndin við Olgu Björt Þórðardóttur frá Hafnfirðingi og Auðun Georg Ólafsson frá Kópavogsblaðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Öglu Eir Vilhjálmsdóttur og Svanhildi Hólm Valsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Arnþrúði Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 13:27
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:40