43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:05 vegna annarra þingstarfa. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 10:10 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) Meðferð mála umsækjenda um alþjóðlega vernd sem jafnframt eru þolendur mansals Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, Steinunni Gyðju Guðjónsdóttir og Margréti Steinarsdóttur sem mættu fyrir hönd Bjarkahlíðar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Gunnar Narfa Gunnarsson og Guðríði Láru Þrastardóttur frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Þorstein Gunnarsson og Írisi Kristinsdóttur frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 10:10
Nefndin ræddi við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og Elfu Ýr Gylfadóttur frá fjölmiðlanefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 366. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 10:40
Nefndin ræddi við Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 386. mál - vopnalög Kl. 10:48
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) 504. mál - áfengislög Kl. 10:49
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 129. mál - meðferð sakamála Kl. 10:49
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 134. mál - dómtúlkar Kl. 10:49
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) 135. mál - lögreglulög Kl. 10:49
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) 138. mál - minning Margrétar hinnar oddhögu Kl. 10:49
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

11) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55