45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Páll Magnússon boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) Starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins og tillögur að breytingum Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Kolbein Óttarsson Proppé þingmann og formann hóps sem rýna á hlutverk og starfsemi Ríkisútvarpsins og gera tillögur að breytingum, Agnesi Guðjónsdóttur, Jóhann Þorvarðarson, Hrannar Pétursson og Millu Ósk Magnúsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 536. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 09:35
Nefndin fékk á sinn fund Jón Björgvin Stefánsson, Jón Vilberg Guðjónsson og Rakel Þorsteinsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 504. mál - áfengislög Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Valgerði Maríu Sigurðardóttur og Rögnu Bjarnadóttur frá dómsmálaráðuneyti og Ingvar Smára Birgisson lögmann. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 11. mál - barnalög Kl. 10:30
Nefndin ræddi málið.

6) 148. mál - breyting á ýmsum lögum vegna okurs á tímum hættuástands Kl. 10:44
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 178. mál - fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga Kl. 10:45
Tillaga um að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 179. mál - minnisvarði um eldgosin í Surtsey og Heimaey Kl. 10:45
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) 190. mál - hjúskaparlög Kl. 10:46
Tillaga um að Olga Margrét Cilia verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) 226. mál - viðhald og varðveisla gamalla báta Kl. 10:46
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

11) 237. mál - fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2022--2025 Kl. 10:46
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

12) Önnur mál Kl. 10:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47