47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll. Páll Magnússon vék af fundi kl. 09:45 vegna annarra þingstarfa. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:00-11:00 vegna annarra þingstarfa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) 365. mál - lögreglulög o.fl. Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Þórð Sveinsson og Gyðu Ragnheiði Bergsdóttur frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 504. mál - áfengislög Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Árna Guðmundsson frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Sigrúnu Elvu Einarsdóttur og Laufeyju Tryggvadóttur frá Krabbameinsfélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Sigurð Snorrason frá RVK Brewing Co. og Laufeyju Lárusdóttur frá Ölverk Brugghúsi sem mættu einnig fyrir hönd Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, Helga Sigurðsson frá KHB-Brugghúsi, Dagbjart Ariliusson frá Brugghúsi Steðja og Jóhann Guðmundsson og Hlyn Vidó Ólafsson frá Brothers Brewery ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Liljar Má Þorbjörnsson frá Íslenskri hollustu og Þorstein Snævarr Benediktsson frá Húsavík Öl. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 536. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 11:05
Nefndin ræddi við Ólaf Garðar Halldórsson frá Samtökum atvinnulífsins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 11:10
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) 273. mál - Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og aukatekjur ríkissjóðs Kl. 11:11
Tillaga um að Katla Hólm Þórhildardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 347. mál - hjúskaparlög Kl. 11:12
Tillaga um að Katla Hólm Þórhildardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 358. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 11:12
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 11:13
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:15