48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 8. mars 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:10
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16:30.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hildur Edwald

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, Rannveigu Sverrisdóttur, Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur, Eyrúnu Ólafsdóttur og Árnýju Guðmundsdóttur frá starfshópi um málstefnu fyrir íslenskt táknmál. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 504. mál - áfengislög Kl. 15:15
Nefndin fékk á sinn fund Guðlaugu B. Guðjónsdóttur og Árna Einarsson frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Helgu Valborgu Steinarsdóttur, Ingvar J. Rögnvaldsson og Magnús Kára Ingvarsson frá Skattinum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Stefán Pálsson og Höskuld Sæmundsson frá Bruggvarpinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar Kl. 16:30
Nefndin ræddi málið.

5) 453. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:40
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) 455. mál - stefnumótun á sviði stafrænnar þróunar Kl. 16:41
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 470. mál - Kristnisjóður o.fl Kl. 16:42
Dagskrárlið frestað.

8) 480. mál - áfengislög Kl. 16:43
Dagskrárlið frestað.

9) 475. mál - vistun barna á vegum stjórnvalda á einkaheimilum Kl. 16:44
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 16:45
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:46