50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 09:05


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:45
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05

Páll Magnússon boðaði forföll. Þorsteinn Sæmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 48. og 49. fundar voru samþykktar.

2) 504. mál - áfengislög Kl. 13:05
Nefndin fékk á sinn fund Steinunni Bergmann og Kristínu Þórðardóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmannar.

Þá fékk nefndin á sinn fund Árna Einarsson frá FRÆ - fræðslu og forvörnum, Aðalstein Gunnarsson frá Æskunni barnahreyfingu IOGT og Björn Sævar Einarsson frá Bindindissamtökunum IOGT. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmannar.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00