52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. mars 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00

Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 17:10.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hildur Edwald

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) Samræmd próf og framkvæmd þeirra Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Salvöru Nordal og Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 15:35
Nefndin fékk einnig á sinn fund Ragnar Þór Pétursson og Önnu Maríu Gunnarsdóttur frá Kennarasambandi Íslands og Þorgerði L. Diðriksdóttur og Jens Guðjón Einarsson frá Félagi grunnskólakennara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Arnór Guðmundsson, Sverri Óskarsson, Katrínu Friðriksdóttur og Sveinbjörn Y. Gestsson frá Menntamálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Pál Magnússon, Hrannar Pétursson, Millu Ó. Magnúsdóttur, Óskar Þór Ármannsson, Auði B. Árnadóttur, Elísabetu Pétursdóttur, Sigríði L. Ásbergsdóttur og Kristrúnu H. Hauksdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 590. mál - tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar Kl. 15:25
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá dómsmálaráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:10
Nefndin fékk einnig á sinn fund Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Ingibjörgu Björnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jafnframt fékk nefndin á sinn fund Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Ólaf Sigurðsson, Þóreyju S. Þórðardóttur og Gylfa Jónsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:40
Að lokum fékk nefndin á sinn fund Jón Gunnar Ásbjörnsson frá Lögmannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 366. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 17:36
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson Olga Margrét Cilia og Steinunn Þóra Árnadóttir.

5) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 17:45
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn, þar af Olga Margrét Cilia með fyrirvara.

6) 585. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 Kl. 17:47
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 357. mál - óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Kl. 17:47
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 495. mál - breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað Kl. 17:48
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) 501. mál - þjóðsöngur Íslendinga Kl. 17:48
Tillaga um að Olga Margrét Cilia verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) 507. mál - prestar, trúfélög og lífsskoðunarfélög Kl. 17:50
Tillaga um að Olga Margrét Cilia verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

11) 527. mál - menningarminjar Kl. 17:50
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

12) 11. mál - barnalög Kl. 17:50
Nefndin ræddi málið.

13) Önnur mál Kl. 17:35
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00