55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. mars 2021 kl. 15:15


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 16:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:15
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 15:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:20
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:15

Páll Magnússon boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 11. mál - barnalög Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti og breytingartillögu, þar af Þorsteinn Sæmundsson með fyrirvara. Páll Magnússon Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Þorsteinn Sæmundsson boðaði breytingartillögu.

3) 536. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 15:23
Nefndin fékk á sinn fund Eyjólf Guðmundsson frá Háskólanum á Akureyri sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 15:35-15:50.

Þá fékk nefndin á sinn fund Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, Helenu Gunnarsdóttur og Ágústu Björnsdóttur frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jafnframt fékk nefndin á sinn fund Júlíus Viggó Ólafsson, Söru Dís Rúnarsdóttur, Sigvalda Sigurðarson og Hildi Björgvinsdóttur frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:30
Nefndin fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Önnu Láru Steindal og Bryndísi Snæbjörnsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 15:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:55