58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021 kl. 09:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:05

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 56. og 57. fundar voru samþykktar.

2) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Önnu Lúðvíksdóttur og Birnu Guðmundsdóttur frá Íslandsdeild Amnesty International. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Björn Þór Rögnvaldsson og Söndru Heimisdóttur frá Vinnueftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jafnframt fékk nefndin á sinn fund Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að auki fékk nefndin á sinn fund Kristjönu Fenger frá Rauða krossinum á Íslandi sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 622. mál - almannavarnir Kl. 10:10
Nefndin fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Dagmar Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 585. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 Kl. 10:35
Nefndin fékk á sinn fund Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur og Önnu Rós Sigmundsdóttur frá Félagi grunnskólakennara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:44
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:45