59. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 09:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05

Birgir Ármannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

2) 585. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Dagbjörtu Hákonardóttur og Teit Skúlason frá Reykjavíkurborg og Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá Ungmennafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 09:25-09:30.

Kl. 09:30
Einnig fékk nefndin á sinn fund Elfu Svanhildi Hermannsdóttur og Sigríði Dísu Gunnarsdóttur frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, Daða Hreinsson og Árnýju Guðmundsdóttur frá Félagi heyrnarlausra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess fékk nefndin á sinn fund Vigdísi Sigurðardóttur frá Persónuvernd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 569. mál - fullnusta refsinga Kl. 10:15
Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Inga Þóroddsson frá Afstöðu, félagi fanga, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 646. mál - hjúskaparlög Kl. 09:22
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) 710. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:22
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) 718. mál - meðferð sakamála Kl. 09:22
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 703. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 09:23
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 715. mál - breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála Kl. 09:23
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) 716. mál - grunnskólar og framhaldsskólar Kl. 09:24
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) 717. mál - fjölmiðlar Kl. 09:24
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

11) Önnur mál Kl. 09:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30