60. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 11:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:20
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Páll Magnússon boðaði forföll.

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:20 vegna annarra þingstarfa. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson véku af fundi kl. 11:53.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 59. fundar var samþykkt.

2) 585. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Elfu Ýr Gylfadóttur og Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá fjölmiðlanefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 587. mál - þjóðkirkjan Kl. 09:15
Nefndin fékk á sinn fund Sólveigu Önnu Bóasdóttur frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Indriða B. Ármannsson og Karen Eddu Benediktsdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Matthías Ásgeirsson og Hjalta Rúnar Ómarsson frá Vantrú. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að auki fékk nefndin á sinn fund Guðmund Þór Guðmundsson og Brynju Dögg Guðmundsdóttur frá Þjóðkirkjunni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:30
Nefndin fékk á sinn fund Sigríði Friðjónsdóttur og Margréti Unni Rögnvaldsdóttur frá ríkissaksóknara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 585. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 Kl. 10:48
Nefndin fékk á sinn fund Arnór Guðmundsson og Thelmu Cl. Þórðardóttur frá Menntamálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 568. mál - Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:55
Nefndin fékk á sinn fund Steinunni Bergmann og Önnu Guðrúnu Halldórsdóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:20
Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands, Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Rannveigu Traustadóttur frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 204. mál - barnalög Kl. 11:10
Framsögumaður málsins, Steinunn Þóra Árnadóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Kl. 11:47
Nefndin ræddi málið. Umfjöllun frestað.

8) 539. mál - skráð sambúð fleiri en tveggja aðila Kl. 11:53
Tillaga um að Olga Margrét Cilia verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 11:53
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55