62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 13:00


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:20
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 13:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00

Páll Magnússon og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðuðu forföll.

Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 14:50. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:05.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 602. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 13:00
Nefndin fékk á sinn fund Birnu Guðmundsdóttur og Önnu Lúðvíksdóttur frá Íslandsdeild Amnesty International. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Guðríði Láru Þrastardóttur, Kristjönu Fenger, Gunnar Narfa Gunnarsson og Áshildi Linnet frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Claudiu Ashanie Wilson og Ragnar Aðalsteinsson frá Rétti - Aðalsteinssyni & Partners. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 14:50
Auk þess fékk nefndin á sinn fund Þorstein Gunnarsson, Írisi Kristinsdóttur og Sigurbjörgu Rut Hoffritz frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Hjört Braga Sverrisson frá kærunefnd útlendingamála sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 14:45
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:37