63. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 62. fundar var samþykkt.

2) 602. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Jónsson og Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur frá starfshópi þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 622. mál - almannavarnir Kl. 09:20
Nefndin fékk á sinn fund Þór Þorsteinsson og Friðfinn Frey Guðmundsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Jón Brynjar Birgisson og Aðalheiði Jónsdóttur frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Páll Magnússon og Olga Margrét Cilia skrifa undir álitið með fyrirvara.

Birgir Ármannsson og Þorsteinn Sæmundsson boðuðu sérálit og/eða breytingartillögu.

5) 16. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 10:02
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn, þar af Olga Margrét Cilia með fyrirvara.

6) 365. mál - lögreglulög o.fl. Kl. 10:03
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

7) 266. mál - Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi Kl. 10:04
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

8) 536. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 10:04
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Olga Margrét Cilia, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

9) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05