65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:00.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 602. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Árna Múla Jónasson og Önnu Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Magnús Norðdahl frá Norðdahl og Valdimarssyni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 703. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 09:45
Nefndin fékk á sinn fund Sigrúnu Ólafsdóttur frá forsætisráðuneyti, Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 587. mál - þjóðkirkjan Kl. 10:05
Nefndin fékk á sinn fund Ninnu Sif Svavarsdóttur frá Prestafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svarað spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:35
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10