66. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 7. maí 2021 kl. 13:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:10
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 13:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:20
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:10
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:05

Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 13:55.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 65. fundar var samþykkt.

2) 646. mál - hjúskaparlög Kl. 13:05
Nefndin fékk á sinn fund Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Svanhildi Þorbjörnsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 718. mál - meðferð sakamála Kl. 13:25
Nefndin fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Sigurð Tómas Magnússon formann réttarfarsnefndar. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 710. mál - almenn hegningarlög Kl. 13:45
Nefndin fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti sem kynnti málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 715. mál - breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála Kl. 13:55
Nefndin fékk á sinn fund Elísabetu Pétursdóttur, Brynju Stephanie Swan, Jóhönnu Þórunni Pálsdóttur og Hildi Ýr Þórðardóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 716. mál - grunnskólar og framhaldsskólar Kl. 14:10
Nefndin fékk á sinn fund Elísabetu Pétursdóttur, Brynju Stephanie Swan, Jóhönnu Þórunni Pálsdóttur og Hildi Ýr Þórðardóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 717. mál - fjölmiðlar Kl. 14:15
Nefndin fékk á sinn fund Rakel Birnu Þorsteinsdóttur og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 14:38
Samþykkt að Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Olga Margrét Cilia skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

9) Önnur mál Kl. 14:40
Nefndin ræddi störf nefndarinnar

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:45