69. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 14. maí 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:20
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:25

Páll Magnússon vék af fundi kl. 09:40. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir viku af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 68. fundar var samþykkt.

2) 646. mál - hjúskaparlög Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Guðríði Bolladóttur frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Brynju Dögg Guðmundsdóttur frá Þjóðkirkjunni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að auki fékk nefndin á sinn fund Indriða Ármannsson og Karenu Eddu Bergmann Benediktsdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 715. mál - breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá Ungmennafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 718. mál - meðferð sakamála Kl. 10:05
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Þórðardóttur frá Kvenfélagasambandi Íslands, Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands, Kristínu I. Pálsdóttur frá Rótinni, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur frá Stígamótum, Mörtu Goðadóttur frá UN Women á Íslandi og Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:35
Þá fékk nefndin á sinn fund Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Báru Brynjólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hildi Fjólu Antonsdóttur aðjúnkt við Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess fékk nefndin á sinn fund Huldu Elsu Björgvinsdóttur og Höllu Bergþóru Björnsdóttur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45