75. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 27. maí 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:15

Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 10:55 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 74. fundar var samþykkt.

2) Aukastörf dómara Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Bjarna Björgvinsson frá Dómarafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Sigurð Tómas Magnússon og Ólöfu Finnsdóttur frá dómstólasýslunni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hjördísi Hákonardóttur frá nefnd um dómarastörf sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:47
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins fyrir utan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem sat hjá.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

4) 569. mál - fullnusta refsinga Kl. 10:49
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins fyrir utan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem sat hjá.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00