3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 21. desember 2021 kl. 09:30


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:30
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE), kl. 09:30
Thomas Möller (TMöll), kl. 09:30

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að fara fram á að Útlendingastofnun leggi fyrir Alþingi, eigi síðar en 1. febrúar 2022, umsóknir um ríkisborgararétt með lögum, sem bárust til og með 1. október 2021 ásamt umsögnum sem lög mæla fyrir um.

3) Heiðurslaun listamanna Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00