6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Logi Einarsson vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Inga Valgerður Stefánsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:55
Fundargerðir 3., 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Huldu Stefánsdóttur, Pál Baldvin Baldvinsson og Aðalstein Sverrisson sem skipa ráðgefandi nefnd um heiðurslaun listamanna. Nefndin fékk einnig á sinn fund Erling Jóhannesson og Þórunni Grétu Sigurðardóttur frá Bandalagi íslenskra listamanna.

3) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 11:00
Nefndin fékk kynningu á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda.

4) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25