14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:24

Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 12. og 13. fundar voru samþykktar.

2) 163. mál - hjúskaparlög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund:
Kl. 09.10: Ólaf K. Ólafsson og Sigríði Kristinsdóttur frá sýslumannaráði.
Kl. 09.30: Arndísi Soffíu Sigurðardóttur frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum.
Kl. 09.55: Indriða Ármannsson og Soffíu Svanhildar Felixdóttur frá Þjóðskrá.
Kl. 10.10: Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur og Rut Einarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund:
Kl. 10.30: Kristínu Ólafsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 11.00: Unni Helgu Óttarsdóttur og Árna Múla Jónsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

4) 39. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 11:20
Dagskrárlið frestað.

5) 318. mál - almenn hegningarlög Kl. 11:20
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15