15. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK) fyrir (EÁ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10

Bryndís Haraldsdóttir og Logi Einarsson boðuðu forföll.
Bergþór Ólason var fjarverandi.
Birgir Þórarinsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund:
Kl. 09:10: Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur og Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu.
Kl. 09:30: Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks.

3) 163. mál - hjúskaparlög Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stellu Hallsdóttur frá umboðsmanni barna.

4) 318. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 39. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:52
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag funda.

Fundi slitið kl. 10:15