16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:20
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:15

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Jóhann Friðrik Friðriksson vék af fundi kl. 11:00.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 163. mál - hjúskaparlög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrefnu Friðriksdóttur, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

3) 181. mál - almannavarnir Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund:
Kl. 09:45: Víði Reynisson og Helga Valberg Jensson frá embætti ríkislögreglustjóra.
Kl. 10:10: Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) 68. mál - skaðabótalög Kl. 10:31
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 72. mál - skaðabótalög Kl. 10:32
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:47
Nefndin fjallaði um málið.

7) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 10:33
Nefndin fjallaði um málið.

8) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25