18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 163. mál - hjúskaparlög Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

3) Áskoranir í íslensku menntakerfi og verkefnið Kveikjum neistann Kl. 09:15
Nefndin fékk á sinn fund Hermund Sigmundsson sem fjallaði um áskoranir í íslensku menntakerfi og verkefnið Kveikjum neistann og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Guðnason frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum '78.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

5) 54. mál - greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota Kl. 10:50
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 60. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga o.fl. Kl. 10:51
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:52
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Alþingi fer með forræði yfir veitingu ríkisborgararéttar og allsherjar- og menntamálanefnd sinnir vinnslu umsókna í umboði þingsins. Það er ekki hlutverk Útlendingastofnunar né dómsmálaráðuneytisins að breyta verklagi þingsins við vinnu sína. Undirrituð bókar því endurtekna kröfu sína um að nefndin gefi það út að verklag hennar við veitingu ríkisborgararéttar haldist óbreytt þangað til að endurskoðun nefndarinnar á ferlinu lýkur. Logi Einarsson og Sigmar Guðmundsson tóku undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20