19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10

Eyjólfur Ármannsson og Jóhann Friðrik Friðriksson boðuðu forföll. Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 318. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hinriku Söndru Ingimundardóttur og Kjartan Ólafsson frá dómsmálaráðuneytinu.

3) 389. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Hákon Þorsteinsson og Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneytinu.

4) 415. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025 Kl. 09:28
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 09:30
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 207. mál - þolendamiðuð heildarendurskoðun hegningarlaga Kl. 09:32
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 334. mál - áfengislög Kl. 09:34
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00