21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:00
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Logi Einarsson (LE), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:00

Eyjólfur Ármannsson boðaði forföll.
Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir og Sigurður Páll Jónsson voru fjarverandi.
Logi Einarsson vék af fundi kl. 16:40.
Bryndís Haraldsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir stýrði fundi.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sif Guðjónsdóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins og Tryggva Má Ingvarsson frá Þjóðskrá Íslands.

3) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 15:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Rán Ingvarsdóttur frá forsætisráðuneytinu.

4) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 16:40
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 16:40
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég krefst þess að formaður allsherjar- og menntamálanefndar beiti sér fyrir því að Útlendingastofnun virði skýra lagaskyldu til þess að sinna beiðni nefndarinnar frá 21. desember sl., um afhendingu gagna með vísan til 51. gr. laga um þingsköp Alþingis og að gögnin verði afhent án tafar. Sigmar Guðmundsson tók undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:50