23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:10

Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason voru fjarverandi.
Jódís Skúladóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá NPA miðstöðinni.

3) 389. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórunni Pálínu Jónsdóttur og Önnu Lúðvíksdóttur frá Íslandsdeild Amnesty International, Dagmar Ösp Vésteinsdóttur frá Ákærendafélagi Íslands, Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Bergþór Heimi Þórðarson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Maríu Rún Bjarnadóttur frá embætti ríkislögreglustjóra.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30