25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Hilda Jana Gísladóttir (HJG) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:10
Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10

Eyjólfur Ármannsson boðaði forföll. Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Inga Valgerður Stefánsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 408. mál - listamannalaun Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Heimi Skarphéðinsson og Arnfríði Sólrúnu Valdimarsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með viku fresti var samþykkt.

3) 181. mál - almannavarnir Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Margréti Halldóru Hallgrímsdóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

4) 318. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:30
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Jódís Skúladóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson. Birgir Þórarinsson ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) 163. mál - hjúskaparlög Kl. 10:40
Nefndin ákvað að Jóhann Friðrik Friðriksson yrði framsögumaður málsins í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hilda Jana Gísladóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Jódís Skúladóttir. Birgir Þórarinsson ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

6) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Heimi Skarphéðinsson og Arnfríði Sólrúnu Valdimarsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05