27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. apríl 2022 kl. 09:10


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arnar Þór Jónsson (AÞJ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Arnar Þór Jónsson viku af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 415. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025 Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðlaugu M. Júlíusdóttur, Önnu Sigríði Pálsdóttur, Rósu Björk Ómarsdóttur og Unnstein Jóhannsson frá BUGL Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Ólöfu Bjarka Antons frá Trans Ísland, Álf Birki Bjarnason og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur frá Samtökunum '78 og Ínu Björgu Hjálmarsdóttur, Svein Guðmundsson og Þorbjörn Jónsson frá Blóðbankanum.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) Önnur mál Kl. 09:15
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30