36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:15
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (ArnG), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:10

Jódís Skúladóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) 579. mál - grunnskólar Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Óskar Þór Ármannsson, Sigríði Láru Ásbergsdóttur, Elísabetu Pétursdóttur og Óskar Hauk Níelsson frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

3) 581. mál - samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Óskar Þór Ármannsson, Sigríði Láru Ásbergsdóttur, Elísabetu Pétursdóttur og Óskar Hauk Níelsson frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

4) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 09:48
Nefndin fjallaði um málið.

5) 458. mál - Slysavarnarskóli sjómanna Kl. 10:30
Tillaga um að vísa málinu til umhverfis- og samgöngunefndar var samþykkt, sbr. 3. mgr. 23. gr. þingskapa.

6) 459. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 10:31
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 518. mál - meðferð sakamála og fullnusta refsinga Kl. 10:32
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 536. mál - landamæri Kl. 10:37
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) Framkvæmd útlendingalaga og brottvísanir eftir Covid-19 Kl. 10:38
Sara Elísa Þórðardóttir bar upp tillögu, á grundvelli 51. gr. þingskapa, um að óska eftir að dómsmálaráðuneytið veiti nefndinni upplýsingar um samsetningu þess hóps sem til stendur að flytja úr landi á næstu dögum og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Var tillagan samþykkt.

Þá var óskað eftir því af fjórðungi nefndarmanna að dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun mæti á fund nefndarinnar vegna umfjöllunar um framkvæmd útlendingalaga og brottvísanir eftir Covid-19.

10) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum og starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10