35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 09:10


Mætt:

Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:30

Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi.
Birgir Þórarinsson og Bryndís Haraldsdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerðir 33. og 34. fundar voru samþykktar.

2) 16. mál - aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukinn stuðningur við þolendur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Hildi Sunnu Pálmadóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) 599. mál - heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Viðar Eggertsson og Árna H. Kristjánsson frá hópnum Réttlæti.

4) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Baldur Sigmundsson og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Hauk B. Sigmarsson og Kára Ólafsson frá Eleven Experience á Íslandi.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

5) 597. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 10:52
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 598. mál - útlendingar Kl. 10:53
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 458. mál - Slysavarnarskóli sjómanna Kl. 10:54
Dagskrárlið frestað.

8) 579. mál - grunnskólar Kl. 10:54
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) 581. mál - samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 10:55
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00