38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. maí 2022 kl. 13:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:00
Logi Einarsson (LE), kl. 13:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 14:38
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (ArnG), kl. 13:00

Sigurður Páll Jónsson var fjarverandi.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 14:30. Sara Elísa Þórðardóttir mætti kl. 14:38.

Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 595. mál - útlendingar Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Múla Jónasson og Önnur Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, Gunnlaug Geirsson og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

3) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 14:26
Nefndin fjallað um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson, Sif Guðjónsdóttur og Friðrik Árna Friðriksson Hirst fyrir hönd forsætisráðuneytisins.

4) 599. mál - heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa Kl. 15:42
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson. Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Logi Einarsson og Sara Elísa Þórðardóttir.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

5) 376. mál - minnisvarði um eldgosið á Heimaey Kl. 15:44
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með viku fresti var samþykkt.

6) 596. mál - áfengislög Kl. 15:45
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 15:46
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00