46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 13. júní 2022 kl. 10:15


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:15
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:15
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 10:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:15
Hilda Jana Gísladóttir (HJG), kl. 10:15
Kári Gautason (KGaut), kl. 10:15
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:15

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Dagskrárlið frestað.

2) 596. mál - áfengislög Kl. 10:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Kári Gautason. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

Hilda Jana Gísladóttir ritar undir álitið með fyrirvara, skv. 1. mgr. 29. gr. þingskapa.

3) 518. mál - meðferð sakamála og fullnusta refsinga Kl. 10:28
Nefndin fjallaði um málið.

4) 172. mál - hjúskaparlög Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

5) 536. mál - landamæri Kl. 10:38
Nefndin fjallaði um málið.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður, lagði fram eftirfarandi bókun:

Með fyrirliggjandi frumvarpi eru lögð til heildarlög um landamæri og m.a. þær grunnreglur sem gilda um för einstaklinga yfir landamæri. Þörfin fyrir slíka lagasetningu er aðkallandi. Frumvarpið er viðamikið og næst ekki að ljúka umfjöllun þess og afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Brýnt er að það verði því endurflutt sem fyrst á næsta löggjafarþingi og hljóti forgangs í vinnu nefndarinnar svo tryggt sé Ísland uppfylli samningsskyldur sínar vegna þátttöku í Schengen-samstarfinu. Þá leggur formaður til að umsagnarfrestur um málið verði lengdur og þá unnt að byggja á því samráði við vinnu nefndarinnar á næsta löggjafarþingi.

6) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið.

Eyjólfur Ármannsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Skorað er á meiri hluta nefndarinnar, sem styður frumvarp þetta, að leggja fram lögfræðiálit um hvort með því sé verið að lögleiða aftur bann gegn guðlasti sem fellt var úr gildi með lögum nr. 43/2015 þar sem 125. gr. almennra hegningarlaga var felld brott. Verndarhagsmunirnir voru þeir sömu þar og í þessu frumvarpi, sem er trúartilfinning fólks. Einnig að fyrir liggi lögfræðiálit um hvort munur sé á réttarvernd laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar annars vegar og laga um jafna meðferð innan vinnumarkaðar hins vegar.

7) Önnur mál Kl. 14:33
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50