48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. júní 2022 kl. 10:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:10
Hilda Jana Gísladóttir (HJG), kl. 10:00
Kári Gautason (KGaut), kl. 10:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 233. mál - skaðabótalög Kl. 10:00
Nefndin ákvað að Hilda Jana Gísladóttir verði framsögumaður málsins í stað Loga Einarssonar.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Kári Gautason.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

3) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:20