6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. október 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 3., 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) 212. mál - landamæri Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur, Kristínu Unu Pétursdóttur og Gunnlaug Geirsson frá dómsmálaráðuneytinu, Veru Dögg Guðmundsdóttur frá Útlendingastofnun og Jón Pétur Jónsson, Hilmar Kristjánsson og Evu Sigrúnu Óskarsdóttur frá embætti ríkislögreglustjóra.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir úttekt eftirlitsnefndar á vettvangi Schengen-samstarfsins. Nefndin samþykkti að taka við gögnunum í trúnaði, sbr. 3. mgr. 50. gr. þingskapa.

3) Mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi Kl. 10:10
Nefndin fékk á sinn fund Karl Steinar Valsson og Helga Valberg Jensson frá embætti ríkislögreglustjóra sem fjölluðu um mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 52. mál - breytingar á aðalnámskrá í grunnskóla Kl. 11:10
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 155. mál - niðurfelling námslána Kl. 11:12
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 11:15
Dagskrárlið frestað.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15