7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. október 2022 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 15:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 15:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:00
Bjarni Jónsson (BjarnJ) fyrir (JSkúl), kl. 15:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:00

Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá menningar- og viðskiptaráðherra á 153. þingi Kl. 15:05
Nefndin fékk á sinn fund Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Daða Ólafsson, Hafþór Eide Hafþórsson og Rakel Birnu Þorsteinsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

3) 212. mál - landamæri Kl. 16:05
Formaður gerði grein fyrir að gögn sem nefndin óskaði eftir í trúnaði þann 18. október sl. hefðu borist. Nefndin samþykkti að veita gögnunum viðtöku og bauð formaður nefndarmönnum að kynna sér trúnaðargögnin. Bjarni Jónsson, staðgengill Jódísar Skúladóttur á fundinum, tók ekki við gögnunum sbr. 3. mgr. 40. gr. starfsreglna fastanefnda og vék því af fundi kl. 16:10.

4) 136. mál - framhaldsfræðsla Kl. 15:55
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson, Eyjólfur Ármannsson, Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

5) 45. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:57
Tillaga um að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 40. mál - flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar Kl. 15:57
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 17. mál - verkferlar um viðbrögð við ógnandi hegðun og ofbeldi meðal barna og ungmenna Kl. 15:58
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 16:02
Nefndin ræddi fyrirhugaða heimsókn til Útlendingastofnunar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:25