9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. október 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:20
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.
Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll.
Sigmar Guðmundsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerðir 7. og 8. fundar voru samþykktar.

2) 212. mál - landamæri Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Georg Kr. Lárusson, Auðunn F. Kristinsson og Guðríði M. Kristjánsdóttur frá Landhelgisgæslu Íslands, Atla Viðar Thorstensen og Áslaugu Björnsdóttur frá Rauða krossinum á Íslandi og Þórð Sveinsson og Steinunni Birnu Magnúsdóttur frá Persónuvernd.

Gestir frá Rauða krossinum á Íslandi og Persónuvernd tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) Önnur mál Kl. 10:13
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fundi slitið kl. 10:15