10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.
Jóhann Friðrik Friðriksson vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá mennta- og barnamálaráðherra á 153. löggjafarþingi Kl. 09:15
Nefndin fékk á sinn fund Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Ernu Kristínu Blöndal, Önnu Tryggvadóttur, Silju Stefánsdóttur og Sóleyju Ragnarsdóttur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

3) Kynning á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Ásdísi Höllu Bragadóttur og Jón Vilberg Guðjónsson frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

4) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

5) 278. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

6) 188. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur og Hermann Sæmundsson frá forsætisráðuneytinu.

Nefndin samþykkti með vísan til 1. mgr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

7) 382. mál - útlendingar Kl. 11:02
Nefndin staðfesti umsagnabeiðnir dags. 28. október 2022, sem sendar voru með heimild formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) Fræðsluferð til Noregs og Danmerkur 2022 Kl. 11:05
Nefndin ræddi drög að frásögn um ferðina sem stendur til að senda forsætisnefnd og birta á vef Alþingis.

9) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Samþykkt var beiðni um að nefndin fjalli um forsendur og framkvæmd ákvarðana um brottvísanir og frávísanir, sbr. 3. mgr. 11. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Óskað var eftir að dómsmálaráðherra, Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri yrðu boðuð á fund nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50