12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Framkvæmd ákvarðana um brottvísanir og frávísanir Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Veru Dögg Guðmundsdóttur og Írisi Kristinsdóttur frá Útlendingastofnun. Því næst kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ásamt Ingvari Smára Birgissyni, Gunnlaugi Geirssyni og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneytinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Í tilefni af bókun Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur á 11. fundi allsherjar- og menntamálanefndar óskaði Bryndís Haraldsdóttir, formaður, eftir því að eftirfarandi bókun yrði lögð fram: „Formaður vísar á bug ákúrum um að hafa ekki brugðist við beiðni um fund og fundargesti. Enginn hefur átt við fundargerðir enda er það nefndarmanna að samþykkja fundargerðir. Formaður mun hér eftir sem hingað til fylgja lögum um þingsköp Alþingis og leggja sig fram við að bregðast hratt og vel við þeim beiðnum sem nefndarmenn hafa um gesti og fundarefni.“

3) 212. mál - landamæri Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

4) 215. mál - óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

5) 113. mál - félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

6) Fræðsluferð til Noregs og Danmerkur 2022 Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

7) 30. mál - rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum o.fl. Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

8) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30