15. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 13:00


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Arnar Þór Jónsson (AÞJ), kl. 13:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:50
Eydís Ásbjörnsdóttir (EÁs) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 13:00
Högni Elfar Gylfason (HEG), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:00

Arnar Þór Jónsson vék af fundi kl. 14:25.
Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson viku af fundi kl. 14:55.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 32. mál - lögreglulög Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Björk Bjarnadóttur frá Isavia.

3) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 13:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara og Kristínu Ingibjörnsdóttur frá embætti héraðssaksóknara.
Því næst kom Guðný Hjaltadóttir frá Félagi atvinnurekenda sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

4) 382. mál - útlendingar Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Rut Einarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands og Þórunni Pálínu Jónsdóttur og Önnu Lúðvíksdóttur frá Íslandsdeild Amnesty International.

5) 428. mál - meðferð sakamála Kl. 14:45
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 429. mál - menningarminjar Kl. 14:50
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:50