18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. nóvember 2022 kl. 09:30


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:43
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Bergþór Ólason var fjarverandi. Jódís Skúladóttir og Logi Einarsson viku af fundi kl. 11:23. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:28. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir vék af fundi kl. 11:50.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 09:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Atla Viðar Thorstensen, Áslaugu Björnsdóttur og Kristjönu Fenger frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Því næst komu á fund nefndarinnar Sólveig Ásta Sigurðardóttir og Elínborg Hörpu- og Önundarbur frá Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

3) 188. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur og Jón Atla Benediktsson frá Háskóla Íslands.

Því næst komu á fund nefndarinnar Sigurður H. Markússon og Freyja Björk Dagbjartsdóttir frá Landsvirkjun.

Þá komu á fund nefndarinnar Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís.

Loks komu á fundinn Svana H. Björnsdóttir og Árni B. Björnsson frá Verkfræðingafélagi Íslands.

4) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:58