19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:38
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Jóhann Friðrik Friðriksson var fjarverandi. Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 11:03. Bergþór Ólason vék af fundi milli kl. 10:50-11:16. Eyjólfur Ármannsson vék af fundi milli kl. 11:10-11:16. Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 11:24.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 428. mál - meðferð sakamála Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Þorvald Heiðar Þorsteinsson og Hákon Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti.

3) 382. mál - útlendingar Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, Gunnlaug Geirsson og Arnar Sigurð Hauksson frá dómsmálaráðuneyti.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu, til að fjalla frekar um, umfram það sem fram kemur í athugasemdum ráðuneytisins til nefndarinnar frá 24. nóvember sl., hvernig frumvarpið samræmist stjórnarskrá, að virtri umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands þar sem nefnd eru tiltekin ákvæði stjórnarskrár sem varða efni frumvarpsins.

4) 212. mál - landamæri Kl. 11:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hinriku Söndru Ingimundardóttur, Kristínu Unu Pétursdóttur og Gunnlaug Geirsson frá dómsmálaráðuneyti og Veru Dögg Guðmundsdóttur frá Útlendingastofnun.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni til 3. umræðu án nefndarálits var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur og Birgi Þórarinssyni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir greiddi atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

5) 69. mál - skaðabótalög Kl. 11:14
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Sigmar Guðmundsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir óskuðu eftir að nefndin fjallaði um samskipti lögreglu og blaðamanna, m.a. þar sem fjölmiðlar voru nýlega hindraðir í störfum sínum við að flytja fréttir af flutningi fólks úr landi, og að á fund nefndarinnar kæmu Blaðamannafélag Íslands og fréttastofa Ríkisútvarpsins.

Fundi slitið kl. 11:28