21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. desember 2022 kl. 13:05


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:05
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 13:05
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:05
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:05
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:05
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:05

Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 13:40.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 13:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gisela Thater, Jessica Mötö og Aðalstein Halldórsson frá skrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norður-Evrópu. Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þá komu á fund nefndarinnar Helgi Valberg Jensson, Sigurgeir Sigmundsson og Guðbrandur Guðbrandsson frá embætti ríkislögreglustjóra.

3) 188. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 15:55
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir óskaði eftir að nefndin tæki til umfjöllunar út­tekt Grevio-nefndar Evrópu­ráðsins á eftir­fylgni Ís­lands á Istanbúl­samningnum, samningi Evrópu­ráðsins um for­varnir og bar­áttu gegn of­beldi á konum og heimilis­of­beldi.

Eyjólfur Ármannsson óskaði eftir að nefndin tæki til umfjöllunar nauðsyn þess að gera breytingar á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997.

Fundi slitið kl. 16:03