24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2022 kl. 11:30


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 11:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 11:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 11:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 11:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 11:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:30
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 12:15

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll. Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:30
Fundargerðir 22. og 23. fundar voru samþykktar.

2) 429. mál - menningarminjar Kl. 11:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ernu Hrönn Geirsdóttur frá Reykjavíkurborg. Því næst kom Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Íslandsdeild ICOMOS.

3) 188. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 12:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Eyjólfi Ármannssyni, Helgu Völu Helgadóttur, Jódísi Skúladóttur, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur og Óla Birni Kárasyni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Óli Björn Kárason. Jóhann Friðrik Friðriksson ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.
Eyjólfur Ármannsson boðaði sérálit.

4) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 12:25
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Óli Björn Kárason. Jóhann Friðrik Friðriksson ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) 382. mál - útlendingar Kl. 11:27
Nefndin samþykkti að óska eftir þýðingu á umsögn sem barst um málið frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sbr. 1. mgr. 63. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:30