29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. janúar 2023 kl. 10:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:40
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (ArnG), kl. 10:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 10:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:00

Bergþór Ólason var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 26. og 27. fundar voru samþykktar.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðlínu Steinsdóttur og Sigurð Kára Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu, Þorstein Gunnarsson og Garðar Helga Biering frá kærunefnd útlendingamála, Henrik Nordentoft frá skrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norður-Evrópu, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, og loks Arnar Sigurð Hauksson, Gunnlaug Geirsson og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

Birgir Þórarinsson óskaði eftir að nefndin fjalli um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd frá Venesúela. Jódís Skúladóttir tók undir beiðnina og óskaði jafnframt eftir að nefndin fjalli um stöðu flóttafólks í Grikklandi.

Formaður tilgreindi að ekki væru fyrirhugaðar frekari gestakomur í málinu að sinni og málið biði nú annarrar umræðu í þingsal.

3) Önnur mál Kl. 14:25
Að beiðni Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur samþykkti nefndin að halda opinn fund um heimild lögreglu til að bera rafvarnarvopn og að dómsmálaráðherra yrði gestur fundarins, sbr. 3. mgr. 19. gr. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:28