40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Eyjólfur Ármannsson stýrði fundi til kl.10:10.
Bergþór Ólason vék af fundi kl.10:30-10:40. Jódís Skúladóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir viku af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Atla Viðar Thorstensen, Kristjönu Fenger og Marín Þórsdóttur frá Rauða krossinum á Íslandi og Ask Hrafn Hannesson, Írisi Björk Ágústsdóttur og Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur frá grasrótarhreyfingunni Fellum frumvarpið.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir að dómsmálaráðuneytið afhendi skýringar frá Rauða krossinum á Íslandi við viðbrögum dómsmálaráðuneytis í tilefni af skýrslu um stöðu fólks í umborinni dvöl á Íslandi.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu til skýringar á 7. gr. frumvarpsins.

Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður málsins kynnti drög að nefndaráliti í málinu.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: „Við undirrituð gagnrýnum harðlega vinnubrögð meiri hlutans við meðferð málsins í nefndinni. Gestir hafa komið og upplýst nefndina um alvarlega annmarka á frumvarpinu, og sumir lagt til ýmsar lagfæringar á því, sem ekki hreyfa við meintum markmiðum með frumvarpinu. Þrátt fyrir það hefur lítil sem engin umræða átt sér stað í nefndinni um málið þar sem nefndarmenn ræða það sín á milli og taka afstöðu til framkominna athugasemda.
Þau vinnubrögð meirihlutans að afgreiða málið úr nefndinni nokkrum mínútum eftir komu gesta staðfesta áhyggjur minni hlutans af því að gestakomur og öflun umsagna um málið séu af hálfu meiri hlutans einungis til málamynda. Þá liggja nú loksins fyrir breytingatillögur sem tilkynntar voru af hálfu þingmanna meiri hlutans strax við upphaf 2. umræðu í þingsal, en þær bárust seint í gærkvöldi, ásamt drögum að nefndaráliti meiri hlutans í málinu. Hefur nefndarmönnum því ekki gefist færi á að kynna sér álitið eða breytingatillögurnar til hlítar. Þá kalla sumar breytingatillagna meiri hlutans á frekari umsagnir aðila og jafnvel frekari gestakomur, sem meiri hlutinn hefur neitað. Þá er enn beðið eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu sem nauðsynleg eru til skýringar á málinu og gætu kallað á frekari breytingar á frumvarpinu.
Þessi málalok í nefndinni koma svo til viðbótar við þau ófaglegu vinnubrögð meiri hlutans að neita staðfastlega beiðni minni hlutans um óháð mat á samræmi frumvarpsins við stjórnarskrá.“
Helga Vala Helgadóttir og Sigmar Guðmundsson tóku undir bókunina.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður, lagði fram eftirfarandi bókun: „Formaður vísar ófaglegum vinnubrögðum á bug. Málið hefur verið til umfjöllunar í langan tíma og fjöldi gesta komið á fund nefndarinnar.“

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Birgi Þórarinssyni, Jódísi Skúladóttur, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur og Líneik Önnu Sævarsdóttur. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins. Eyjólfur Ármannsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði sérálit.

3) 597. mál - íþrótta- og æskulýðsstarf Kl. 11:35
Dagskrárlið frestað.

4) 428. mál - meðferð sakamála Kl. 11:35
Nefndin fjallaði um málið.

5) 476. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga og vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 11:42
Nefndin fjallaði um málið.

6) 741. mál - safnalög o.fl. Kl. 11:43
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 73. mál - tekjutenging sekta fyrir umferðarlagabrot Kl. 11:44
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 79. mál - barnalög Kl. 11:46
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) 92. mál - Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti Kl. 11:47
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

10) 85. mál - skipun starfshóps um umönnun og geymslu líka Kl. 11:48
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

11) Önnur mál Kl. 11:49
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 10:15-10:30.

Fundi slitið kl. 11:50