65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. maí 2023 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 15:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 15:00

Bergþór Ólason var fjarverandi. Jóhann Friðrik Friðriksson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16:36 og Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 17:00.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 944. mál - útlendingar Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sögu Kjartansdóttur og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands.

3) 956. mál - Mennta- og skólaþjónustustofa Kl. 15:42
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Hrönn Guðjónsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands, Hildi Betty Kristjánsdóttur frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Friðrik Jónsson og Andra Val Ívarsson frá Bandalagi háskólamanna, Valgerði Rún Benediktsdóttur og Svölu Hreinsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Steinunni Bergmann og Sigrúnu Harðardóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Valborgu Steingrímsdóttur frá Persónuvernd.

Gestir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Persónuvernd tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

4) 113. mál - félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum Kl. 16:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur og Svölu Hreinsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Steinunni Bergmann og Sigrúnu Harðardóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, sem tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

5) Önnur mál Kl. 17:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:35