9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. október 2023 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 15:09
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 15:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 15:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 15:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 15:30-16:15.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 7. og 8. fundar voru samþykktar.

2) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 15:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Andra Val Ívarsson frá BHM, Andreu Valgeirsdóttur og Sif Hauksdóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum og Ínu Bzowska Grétarsdóttur frá Persónuvernd.

3) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Andreu Valgeirsdóttur og Sif Hauksdóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum.

4) Aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi Kl. 16:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Drífu Snædal og Svandísi Sigurðardóttur frá Stígamótum.

5) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 17:05
Nefndin fjallaði um málið.

6) 229. mál - almenn hegningarlög Kl. 17:20
Dagskrárlið frestað.

7) 103. mál - breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks Kl. 17:20
Dagskrárlið frestað.

8) 327. mál - föst starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri Kl. 17:20
Dagskrárlið frestað.

9) 121. mál - samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu) Kl. 17:20
Dagskrárlið frestað.

10) Önnur mál Kl. 17:20
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:23