24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 10:45


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:45
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:45
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 10:45
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 10:45
Kári Gautason (KGaut), kl. 10:45
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 10:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:45

Bergþór Ólason var fjarverandi. Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Eyjólfur Ármannsson vék af fundi kl. 11:38 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:50
Fundargerðir 20., 21. og 22. fundar voru samþykktar.

2) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 10:48
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rakel Önnu Boulter frá Stúdentaráði HÍ, Árna B. Björnsson og Kristján Leósson frá Verkfræðingafélagi Íslands og loks Sigríði Kristjánsdóttur fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðarstofu, sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) 32. mál - fjölmiðlar Kl. 11:50
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2023--2026 og aðgerðaáætlun Kl. 11:50
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023--2026 Kl. 11:51
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 486. mál - kvikmyndalög Kl. 11:51
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:51
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57